Sept. 26, 2023 Live from the road

Reykjavík - Seltjarnarnes

Reported by Suren Suballabhason 10.0 km

Hello Reykjavík! The Peace Run is here!

Halló Reykjavík, hér kemur Friðarhlaupið!

Our first school visit was in Grandaskóli. The teachers, like the kids, were very happy to receive the Torch.

Fyrsta skólaheimsóknin var í Grandaskóla. Kennararnir tóku glaðir á móti friðarkyndlinum, rétt eins og krakkarnir.

We played the game were the kids run around the continents and get the respective stamps. The game was a hit, as it usually is.

Við fórum í leikinn þar sem krakkarnir hlaupa á milli heimsálfanna og fá stimpla í friðarhlaupsvegabréfin sín. Vakti leikurinn ánægju sem endranær.

Vice-principal Halla receives the certificate and our gift.

Halla aðstoðarskólastjóri tekur við viðurkenningaskjalinu og gjöfinni okkar.

And then it's on to the municipality of Seltjarnarnes.

Og þá var hlaupið til Seltjarnarness.

Francesco, our newest Team member.

Francesco, nýjasti liðsmeðlimur okkar.

Always a view of the sea and the mountains.

Alltaf fjallasýn við sjávarsíðuna.

Our next school visit was in Mýrarhúsaskóli, where the kids first ran with us a loop around the neighbourhood, and then came inside to listen to us talk and sing (and some even sang with us).

Næst var Mýrarhúsaskóli heimsóttur, en þar byrjuðu krakkarnir á að hlaupa með okkur og komu svo inn á sal til að hlýða á það sem við höfðum að segja og syngja (og sungu með okkur!).

Principal Laufey Kristjánsdóttir receives the certificate and the gift. We were all impressed with the obvious respect the kids showed her.

Skólastjórinn, Laufey Kristjánsdóttir, tekur við viðurkenningaskjalinu og gjöfinni. Það var auðséð að nemendur báru mikla virðingu fyrir henni.

Then stopping by the Peace Tree of Seltjarnarnes.

Við fórum að friðartrénu á Seltjarnarnesi.

The first Peace Tree that was planted in Iceland.

Fyrsta friðartréð sem var plantað á Íslandi.

From one Peace Tree to another. Later in the day we ran loops around the Reykjavík City Pond, starting and ending with the official Peace Tree of Reykjavík, planted by the Mayor 10 years ago.

Frá einu friðartré til annars. Síðar um daginn hlupum við hringi í kringum Tjörnina í Reykjavík og byrjuðum og enduðum að sjálfsögðu við friðartré Reykjavíkurborgar, sem borgarstjóri plantaði fyrir 10 árum síðan.

Steinunn gets us going!

Steinunn kemur okkur af stað!

We met many on the way, who were eager to hold the Torch.

Við hittum marga á leiðinni sem vildu halda á friðarkyndlinum.

Some even ran with the Torch.

Sumir hlupu með kyndlinum.

Others might have liked to hold the Torch, but had no hands to do so. We're sure they held the Torch in their hearts instead.

Aðra gæti hafa langað að halda á friðarkyndlinum en skorti hendurnar til þess. Sjálfsagt hafa þeir haldið á friðarkyndlinum í hjartanu í staðinn.

This guy, at least, is holding the Peace Torch in his heart, every day of the week.

Þessi heldur á friðarkyndlinum í hjartanu, alla daga vikunnar.

"The Spell is Broken", by legendary Icelandic sculptor Einar Jónsson.

"Úr álögum", eftir Einar Jónsson.

These guys were sitting on the fence about joining us...

Þessir voru ekki alveg vissir um það hvort þeir ættu að slást í hópinn...

...So we joined them instead!

...þannig að við slógumst í hóp með þeim í staðinn!

That's it for today, Peace out!

Þar með er deginum lokið, hafið þökk og frið fyrir.

Torch carried by
Francesco Magdici (Italy), Laufey Haraldsdottir (Iceland), Mona Majkovska (North Macedonia), Olena Konova (Ukraine), Palash Bosgang (United States), Pujarini Jónsdóttir (Iceland), Roxana Magdici (Romania), Steinunn Torfadóttir (Iceland), Suren Suballabhason (Iceland), Ulugbek Berdimurotov (Uzbekistan).  
Photographers
Palash Bosgang, Pujarini Jónsdóttir, Roxana Magdici, Suren Suballabhason
The torch has travelled 10.0 km from Reykjavík to Seltjarnarnes.

Latest reports from Iceland - 2023

view all

Latest reports - around the world:

view all