Friðarhlaupið verður með nokkra viðburði í ár
Sri Chinmoy heimseiningar Friðarhlaupið stefnir að því að vera með nokkra viðburði á Íslandi í ár. Ekki er enn komin dagskrá fyrir alla viðburðina, því margir þeirra eru enn í mótun.
Næsti viðburður: laugardaginn 6. mars kl.09.00 verður hlaupið frá friðartré Reykjavíkurborgar í Hljómskálagarðinum að Hótel Borg, til að halda upp á að á þessum degi árið 2003 lyfti Sri Chinmoy íslenskum alþingismönnum, sem höfðu tilnefnt hann til friðarverðlauna Nóbels, á Hótel Borg.
Nánari upplýsingar: Torfi Leósson í s.697-3974.
Um
Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fram fer um allan heim. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað. Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.
Yfir 100 lönd taka þátt í ár í öllum heimsálfum.
Skólahlaup

Á hverju ári heimsækir Friðarhlaupið ótölulegan fjölda skóla í yfir 100 löndum. Öll börn sem hlaupið heimsækir fá að halda á Friðarkyndlinum og verða þar með fullgildir meðlimir í Friðarhlaupsliðinu.
Árið 2013 var hlaupið um allt Ísland í 3 vikur. Þúsundir manna á öllum aldri tóku þátt. Plantað var friðartrjám í nær öllum sveitarfélögum landsins.
Friðarhlaupið (Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run) er alþjóðlegt kyndilboðhlaup. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning manna og menningarheima á milli. Sem tákn um þessa viðleitni bera hlaupararnir logandi kyndil, sem berst manna á milli í þúsundum byggðarlaga í yfir hundrað löndum. Friðarhlaupið safnar ekki fé og leitar ekki eftir stuðningi við pólitískan málstað. Markmið hlaupsins er einfaldlega að auka meðvitund um að friður, vinátta og skilningur hefst í hjarta hvers og eins.
Frá 2005-2012 var Sri Chinmoy Oneness-Home Peace Run þekkt undir nafninu World Harmony Run. Smellið hér til að fara inn á heimasíðu World Harmony Run Íslandi og lesa þar fréttir af fyrri Friðarhlaupum.