sept. 8, 2022 Live from the road

Keflavik - Sandgerdi

Reported by Suren Suballabhason 15.0 km

Beautiful nature in Iceland? Yes, and there is more where this came from in the report, but let's start at the beginning...

Fallegar náttúrulífsmyndir frá Íslandi? Já og það er meira af slíku í þessari skýrslu, en við skulum byrja á byrjuninni...

Good morning! It's a bright and early start in the school of Heiðarskóli in the town of Keflavík.

Góðan daginn! Við byrjuðum eldsnemma í Heiðarskóla í Keflavík.

Again, Lucas tells his story about friendship and encouragement and juggles. The kids are always extremely attentive when Lucas juggles.

Lucas segir sögu sína um vináttu og hvatningu og heldur boltum á lofti í leiðinni. Krakkarnir eru ávallt afskaplega áhugasamir um þennan hluta Friðarhlaupsathafnarinnar.

Principal Bryndís Jóna Magnúsdóttir recieves the Peace Run gifts on behalf of the school.

Það er Bryndís Jóna Magnúsdóttir, skólastjóri, sem veitir Friðarhlaupsgjöfunum viðtöku.

This smiling girl next to Roxana is also from Romania.

Þessi brosmilda hnáta við hlið Roxönu er einnig frá Rúmeníu.

Arriving in Gerðaskóli in the town of Garður.

Næsti stans var í Gerðaskóla í Garði.

After a lovely presentation indoors, we went outside on the playground to run.

Að kynningunni lokinni fórum við út að hlaupa á skólalóðinni.

There is no dearth of fun activities on the playground.

Ekki vantar leiktækin á skólalóðinni.

Lucas practises his levitation skills.

Ekki einasta getur Lucas haldið boltum á lofti, heldur líka sjálfum sér.

All smiles and high fives as we enter the gym at Sandgerðisskóli in the town of Sandgerði.

Það var brosmildur hópur sem tók á móti okkur í íþróttahúsi Sandgerðisskóla.

Peace begins in the heart of each one of us.

Friður hefst í hjarta hvers og eins.

The wind was picking up, but this did not deter these young peace-lovers from going outside for a run.

Eitthvað hafði bæst í vindinn, en það stoppaði ekki þessa ungu friðelskendur í að hlaupa úti.

Valdís Fransdóttir, vice-principal, receives the gifts, including a painting by the Peace Run founder, Sri Chinmoy.

Valdís Fransdóttir aðstoðarskólastjóri tekur á móti Friðarhlaupsgjöfunum, þar á meðal málverki eftir stofnanda hlaupsins, Sri Chinmoy.

On the way back, we stopped by the geothermal active area in Krýsuvík.

Á heimleiðinni var komið við í Krýsuvík.

Entering Reykjavík again, and the running club Fram joins us for a run their neighbourhood of Grafarholt, Reykjavík's easternmost area.

Komið aftur til Reykjavíkur og það er skokkhópur Fram sem slæst í för með okkur í Grafarholti.

The team members of Fram are old friends of the Peace Run, having first participated several years ago. And it doesn't hurt that they also have blue uniforms, just like us!

Framarnir eru gamlir vinir Friðarhlaupsins og tóku fyrst þátt fyrir þónokkrum árum. Það spillir heldur ekki fyrir að þau eru bláklædd rétt eins og Friðarhlaupið.

Once again, we end with a little ode to nature, courtesy of our photographer.

Við endum sem fyrr með litlum óði til náttúrunnar í boði ljósmyndaranna okkar.

Torch carried by
Apaguha Vesely (Czech Republic), Danival Toffolo (Iceland), Estela Garcia (Spain), Gordana Petrovčić (Croatia), Jorge Patino (Colombia), Lucas Szeles (Germany), Palash Bosgang (United States), Roxana Magdici (Romania), Satyagraha Vladimir Salnicov (Moldova), Suren Suballabhason (Iceland), Todorka Petrovska (North Macedonia), Victoria Patino (United States).  
Photographers
Apaguha Vesely, Satyagraha Vladimir Salnicov
The torch has travelled 15.0 km from Keflavik to Sandgerdi.

Latest reports from Iceland - 2023

view all

Latest reports - around the world:

view all