máj 24, 2025 Live from the road

Akureyri - Goðafoss

Reported by Suren Suballabhason 35.0 km

Good morning! It's our second and last day, for the time being, in Iceland. We start outside the building where Sri Chinmoy gave a lecture and played music exactly 50 years ago. At that time it was a cinema hall, but now it seems to be an arcade.

Góðan daginn! Það er komið að síðari deginum í Íslandshluta Friðarhlaupsins að sinni. Við hefjum leik fyrir framan gamla Borgarbíó, þar sem Sri Chinmoy hélt erindi og flutti tónlist fyrir nákvæmlega 50 árum síðan.

Suballabha, during our conversation last night, pointed out to us that this was the entrance Sri Chinmoy used 50 years ago. Of course, we had to have our picture taken there.

Suballabha, í samtali okkar í gær, benti okkur á að þetta var inngangurinn sem Sri Chinmoy notaði fyrir 50 árum síðan. Við vildum endilega láta taka mynd af okkur þar.

Running out of Akureyri, we met many tourists who were eager to hold the Torch.

Er við hlupum frá Akureyri hittum við marga ferðamenn sem höfðu mikinn áhuga á að halda á friðarkyndlinum.

There are two big ocean liners docked at Akureyri, so there's small wonder that the town is packed with tourists.

Það eru tvö stór skemmtiferðaskip við Akureyrarbryggju og því engin furða að bærinn sé fullur af ferðamönnum.

Sarvodaya running over the bridge across Eyjafjörður, heading east.

Sarvodaya hleypur yfir Leirurnar í austurátt.

On the eastern side of the tunnel through Vaðlaheiði, the hill on the east of Eyjafjörður, the girls took over the running and were all smiles.

Eftir að komið var í gegnum Vaðlaheiðargöngin sá kvennaliðið um hlaupin, brosandi út að eyrum.

It was then time for the boys to run, they were both so eager, that they ended up playing rock, paper, scissors for who would be next.

Þá var komið að strákunum að hlaupa, en þeir létu leikinn steinn, blað og skæri skera úr um hvor fengi að byrja.

More nice tourists we met on the road, who were eager to hold the Torch and share their wishes for a more peaceful world.

Við hittum fleiri vingjarnlega ferðamenn, sem voru mjög áhugasamir um að halda á friðarkyndlinum og deila sínum óskum um friðsamlegri heim.

Our two-day Peace Run came to an end today, but the Peace Run in Iceland will continue later in the summer. When the highland roads open, Pranava, our intrepid Peace Run organizer, will take a group of runners through the middle of Iceland on highland roads. This is the road that the team will start on, Sprengisandsleið.

Þessu tveggja daga Friðarhlaupi á Íslandi lauk í dag, en Friðarhlaupið mun halda áfram síðla sumars, þegar hálendisvegirnir opnast. Þá mun Pranava, hinn stefnufasti Friðarhlaupsskipuleggjandi, fara fyrir hópi hlaupara sem ætla að hlaupa frá Goðafossi að Gullfossi. Hlaupið hefst einmitt hér á Sprengisandsleið.

We continued running for a bit more until we reached, Goðafoss.

Við héldum hlaupunum áfram þar til við komum að Goðafossi.

The power and majesty of Goðafoss, which means "the waterfall of the gods", is truly awe-inspiring.

Krafturinn og dýrðin yfir Goðafossi verður seint þreytandi.

We met these two very nice travellers from Sacramento, California, Keith and Joyce. They spend 20 weeks of the year travelling and have done so for quite a few years, as you can see from their travel website, Montag Journeys. They were eager to hold the Torch and even helped us with some of our photos!

Við hittum þessa tvo skemmtilegu ferðalanga, Keith og Joyce, sem eru frá Sacramento í Kaliforníu. Þó nokkur síðustu ár hafa þau eytt 20 vikum á ferðalagi árlega, eins og hægt er að sjá af ferðasíðu þeirra Montag Journeys. Þau voru afskaplega áhugasöm að halda á friðarkyndlinum og hjálpuðu okkur líka við myndatöku!

That's it for now. But see you again later this summer when we run through the middle of Iceland!

Þá er það komið í bili. En sjáumst aftur síðla sumars þegar hlaupið verður yfir hálendið!

Torch carried by
Danival Toffolo (Iceland), Jónina Gísladóttir (Iceland), Palash Bosgang (United States), Sarvodaya Grygoryivskyy (Ukraine), Suren Suballabhason (Iceland).  
Photographers
Danival Toffolo, Jónina Gísladóttir, Palash Bosgang, Sarvodaya Grygoryivskyy, Suren Suballabhason
The torch has travelled 35.0 km from Akureyri to Goðafoss.

Latest reports from Iceland - 2025

view all

Latest reports - around the world:

view all